Hoppa yfir valmynd
18. september 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrbætur í húsnæðismálum einstæðra foreldra

Í kjölfar frétta af neyðarástandi í húsnæðismálum einstæðra foreldra hafði félagsmálaráðherra frumkvæði að viðræðum við borgarstjórann í Reykjavík og forystumenn Félags einstæðra foreldra um mögulegar lausnir á vandanum. Niðurstaða þessara aðila er að grípa þegar til sameiginlegra aðgerða sem á næstu vikum ættu að geta hátt í tvöfaldað skammtímaneyðarvistunarrými á vegum Félags einstæðra foreldra.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: „Í fyrsta lagi þá þarf að skoða málið til lengri tíma og gera félaginu kleift að stækka við sig húsnæðið og bjóða fleirum upp á þjónustu. Reykjavíkurborg mun einhenda sér í það mál ásamt Félagi einstæðra foreldra en á meðan þá mun félagsmálaráðuneytið aðstoðað félagið við að fá bráðahúsnæði fyrir þær konur sem verst standa þar til að varanlegri lausn fæst.“

Laufey Ólafsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, vonast til að finna húsnæði til að hýsa fimmtán fjölskyldur, nær tvöfalt fleiri en nú dvelja í neyðarhúsnæðinu, og ætlar að hefja leitina nú þegar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum