Evrópskur tungumáladagur 26. september 2007
Á Evrópskum tungumáladegi 26. september 2007 veitir menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Evrópumerkið (European Label) á samkomu í Þjóðmenningarhúsi, Hverfisgötu 15, kl. 15:00-16:00.
Evrópumerkið er viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni í tungumálakennslu á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytis og er merkið nú veitt hér á landi í sjötta sinn. Það verkefni sem hlýtur Evrópumerkið í ár verður kynnt á samkomunni, auk þess sem stutt kynning fer fram á tveimur öðrum athyglisverðum íslenskum tungumálaverkefnum.
Að athöfn lokinni býður menntamálaráðherra gestum upp á léttar veitingar.