Hoppa yfir valmynd
25. september 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra undirbýr breytingar á lögum um greiðslur foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

Jóhanna Sigurðardóttir hefur frá því að hún tók við embætti félagsmálaráðherra í lok maí síðastliðnum undirbúið breytingar á lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Ráðherra fól hópi sérfræðinga innan og utan ráðuneytisins að endurskoða lögin í ljósi reynslu af framkvæmd laganna með fulltrúum hagsmunasamtaka og fleiri aðila. Fyrir liggja tillögur um breytingar sem fela meðal annars í sér rýmkun á rétti til greiðslna og frekari þjónustu í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar byggja meðal annars á því að langveik börn og foreldrar þeirra njóti sambærilegrar þjónustu og veitt er fötluðum börnum í dag, ekki síst með stoðþjónustu og liðveislu. Ráðherra stefnir að því að leggja fyrir komandi þing frumvarp til breytinga á gildandi lögum.

„Þetta hefur verið forgangsmál hjá mér í sumar“, segir Jóhanna Sigurðardóttir. „Það hefur gífurleg samfélagsleg áhrif þegar fótunum er kippt undan heilu fjölskyldunum vegna langvarandi veikinda barna og unglinga. Það var vissulega stigið skref með sérstökum greiðslum með lögunum sem gengu í gildi í ársbyrjun 2006 en reynslan hefur staðfest þá veikleika og galla sem ég gagnrýndi við setningu laganna. Þetta kemur mér því ekki á óvart en verst er auðvitað að þetta hefur bitnað á þeim sem síst skyldi, hópi sem hefur þegar gengið í gegnum mikla og langvarandi erfiðleika.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta