Hoppa yfir valmynd
25. september 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Geðheilbrigði í breyttri veröld: Áhrif menningar og margbreytileika

Í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins 2007 verður ráðstefnan Geðheilbrigði í breyttri veröld: Áhrif menningar og margbreytileika haldin í ráðhúsi Reykjavíkur 10. október næstkomandi.

Þjóðir sem hafa verið mjög einsleitar eru að vakna upp við það að svo er ekki lengur. Innflytjendur eru um 8,1% íslensku þjóðarinnar en um 2,8% fyrir tíu árum. Okkar nýju nágrannar geta haft framandi menningarleg viðmið, tungumál og trúarbrögð. Áhrif þessara breytinga á andlega líðan eru mikl bæði fyrir þá sem taka sig upp og flytja til nýs lands og einnig fyrir þá sem fyrir eru. Tímabært er að hefja umræðu um geðheilbrigði og innflytjendur. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á vef Geðhjálpar. Ráðstefnugjald er 1.000 krónur og 500 krónur fyrir námsmenn og öryrkja.

Skjal fyrir Acrobat ReaderDagskrá ráðstefnunnar innflytjendur og geðheilbrigði  



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum