Hoppa yfir valmynd
27. september 2007 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með Íslensk-ameríska verslunarráðinu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 102/2007

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var sérstakur gestur í hádegisverði Íslensk-ameríska verslunarráðsins á miðvikudag í Scandinavian House í New York. Í ræðu sinni fjallaði hún um breytt umhverfi Íslands í alþjóðamálum og vísaði m.a. til þess að viðskiptalífið hefði verið í fararbroddi breytinga undanfarin ár. Skilin milli alþjóðamála og innanlandsmála væru ekki söm og áður. Ingibjörg Sólrún svaraði fjölmörgum spurningum fundarmanna m.a. um evruna, öryggisráðsframboð Íslands og umbótaverkefni ríkisstjórnarinnar. Ólafur Jóhann Ólafsson var endurkjörinn formaður á miðvikudag.

Á miðvikudagskvöld sat ráðherra vinnukvöldverð utanríkisraðherra NATO-ríkja og ESB-ríkja í boði Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en þá var að baki fjöldi tvíhliða funda með utanríkisráðherrum fyrr um daginn.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta