Ráðherrafundur um samþættingu alþjóðlegra öryggis- og heilbrigðismála
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 104/2007
Á fimmtudag ávarpaði utanríkisráðherra ráðherrafund um samþættingu alþjóðlegra öryggis- og heilbrigðismála, undir yfirskriftinni Global Health and Foreign Policy, sem haldinn var að frumkvæði Noregs og Frakklands.
Í erindi sínu fagnaði utanríkisráðherra hinu nýja frumkvæði og þeim leiðum sem þar eru kynntar, m.a. til mats á árangri í þróunarsamvinnu og friðargæslu. Heilbrigði og öryggi væru nátengd nú á dögum nýrra ógnvalda s.s. farsótta og sýklavopna. Þá áréttaði utanríkisráðherra að heilsa kvenna væri hvarvetna forsenda efnahagslegra- og félagslegra framfara, þ.á.m. aðgengi að kynfræðslu og getnaðarvörnum.
Meðal annarra sem ávörpuðu fundinn voru Ban Ki-moon, aðalritari SÞ, Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs sem stýrði fundinum.