Hoppa yfir valmynd
28. september 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Staða lífeyrissjóðanna

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 27. september 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á milli áranna 1997 og 2006 hafa hreinar eignir lífeyrissjóðanna vaxið úr 509,8 milljörðum króna í tæpa 1.500 milljarða, sem jafngildir 194% aukningu.

Þetta sýnir samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra lífeyrissjóða. Ýmsar aðrar athyglisverðar kennitölur má lesa úr samantekt Fjármálaeftirlitsins eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Lífeyrissjóðir

Flokkur
1997
2006
Breyting(%)
Hrein eign, m.kr. - verðlag 2006
509.767
1.498.810
194,0
Iðgjöld, m.kr. - verðlag 2006
36.733
95.121
158,9
Lífeyrisgreiðslur, m.kr. - verðlag 2006
17.921
40.043
23,4
Fjöldi lifeyrissjóða
66
41
-37,9
Fjöldi sjóðsfélaga1
139.086
200.893
44,4
Örorkulífeyrir (% af lífeyrisgr.)1
18,4
20,9
Lífeyrisbyrði (lífeyrisgr. sem % af iðgjöldum)1
47,3
48,2
1. Samtryggingardeildir. Heimild: FME.


Iðgjöld hafa hækkað mjög mikið á umræddu tímabili eða úr 36,7 milljörðum í 95,1 milljarða sem jafngildir 159% aukningu umfram almennar verðlagsbreytingar. Þá hafa lífeyrisgreiðslur aukist úr 17,9 milljörðum króna í 40 milljarða sem er 23,4% raunaukning. Þessi aukning lífeyrisgreiðslna skýrist af því að lífeyrissjóðsréttindi lífeyrisþega eru stöðugt að batna. Margir eldri lífeyrisþegar hafa einnig fengið hækkaðar lífeyrisgreiðslur umfram verðlag vegna jákvæðrar raunávöxtunar lífeyrissjóðanna.

Fjöldi sjóðsfélaga hefur vaxið mikið en á það skal bent að margir eru með réttindi í fleiri en einum sjóði og eru því taldir oftar en einu sinni. Athygli vekur að hlutfall útgreiðslu lífeyris vegna örorku hefur vaxið úr 18,4% í 20,9%, en helsta skýringing á því er fjölgun örorkulífeyrisþega frá árinu 1997. Þá hefur lífeyrisbyrðin, lífeyrisgreiðslur sem hlutfall af iðgjöldum, hækkað lítillega.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta