Styrkir til starfsmenntunarnáms
Menntamálaráðuneyti Noregs veitir á námsárinu 2007-2008 nokkra styrki handa Íslendingum til náms við fræðslustofnanir í Noregi. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Íslandi. Einnig er gert ráð fyrir að sams konar styrkir verði í boði til náms í Svíþjóð á námsárinu 2007-2008. Fjárhæð styrks í Noregi 20.000 n.kr. og í Svíþjóð um 20-25.000 s.kr.
Frestur til að skila inn umsóknum, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, er hér með framlengdur til 15. október nk. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og hér að neðan.
Umsóknareyðublað (DOC - 309KB) (PDF- 101KB)