Hoppa yfir valmynd
28. september 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Verkefnisstjóri í upplýsingamiðlun

Fjölmenningarsetur
Fjölmenningarsetur

Félagsmálaráðuneytið fyrir hönd Fjölmenningarseturs óskar að ráða starfsmann í 100% stöðu til að vinna við miðlun upplýsinga um réttindi og skyldur innflytjenda á Íslandi og fjölmenningu. Fjölmenningarsetrið er staðsett í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði. Í húsinu eru rannsókna-, mennta- og þjónustustofnanir og er vinnustaðurinn fjölmennur og líflegur. Í starfinu felst umsjón með vef Fjölmenningarseturs og vinna að þróunarverkefnum í upplýsingamiðlun auk annarra verkefna. Starfið er nýtt og mun starfsmaðurinn því taka þátt í að móta starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í fjölmiðlun, bókasafns- og upplýsingatækni, félagsvísindum eða sambærileg menntun og reynsla við miðlun upplýsinga.
  • Góð tök á íslensku og ensku.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.

Vakin er athygli á að starfið stendur opið jafnt konum og körlum. Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra við starfsmenn stjórnarráðsins.

Upphaf starfstíma fer eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elsa Arnardóttir framkvæmdastjóri í síma 450 3090/694 1881 eða í tölvupósti á netfangið [email protected]

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu berast félagsmálaráðuneyti, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eigi síðar en 22. október næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Félagsmálaráðuneytið, 25. september 2007




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum