Hoppa yfir valmynd
3. október 2007 Innviðaráðuneytið

Reglugerðardrög um sveigjanlega notkun loftrýmis

Samin hafa verið drög að nýrri reglugerð sem fjallar um sveigjanlega notkun loftrýmisins. Samgönguráðuneytið býður þeim sem óska að senda ábendingar og athugasemdir í síðasta lagi fyrir 18. október á netfang ráðuneytisins.

Reglugerðardrögin gera ráð fyrir því að loftrými verði ekki framvegis skipt milli borgaralegs flugs og herflugs. Drögin gera því ráð fyrir að svæði í loftrýminu verði ekki lengur annað hvort ætluð herflugi eða borgaralegu flugi heldur skuli litið á loftrýmið sem eina heild þar sem koma skal til móts við kröfur allra notenda loftrýmisins að því marki sem það er mögulegt. Reglugerðardrögin byggjast á reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2150/2005 og innleiðir hana í viðauka sínum sem einnig fylgir hér.

Eins og fyrr segir er umsagnafrestur til 18. október næstkomandi og skal senda umsagnir á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected]


Reglugerðardrögin er að finna hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum