Hoppa yfir valmynd
4. október 2007 Utanríkisráðuneytið

10 ára afmæli gildistöku Efnavopnasamningsins

Fundurinn var haldinn undir sameiginlegri formennsku utanríkisráðherra Póllands, Önnu F. Fotya og Hollands, Maxime Verhagen. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, minnti á að þriðjungi allra efnavopna hefði þegar verið eytt á grundvelli samningsins. Myndi hann beita sér fyrir því að losa heiminn undan ógn efnavopna.

 Ísland fullgilti Efnavopnasamninginn í apríl 1997 og tekur þátt í störfum Efnavopnastofnunarinnar í Haag.  Það stóð að sameiginlegri yfirlýsingu fundarins, sem fylgir hjálagt á ensku:

Sameiginleg yfirlýsing fundarins (PDF, 16 Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta