10 ára afmæli gildistöku Efnavopnasamningsins
Fundurinn var haldinn undir sameiginlegri formennsku utanríkisráðherra Póllands, Önnu F. Fotya og Hollands, Maxime Verhagen. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, minnti á að þriðjungi allra efnavopna hefði þegar verið eytt á grundvelli samningsins. Myndi hann beita sér fyrir því að losa heiminn undan ógn efnavopna.
Ísland fullgilti Efnavopnasamninginn í apríl 1997 og tekur þátt í störfum Efnavopnastofnunarinnar í Haag. Það stóð að sameiginlegri yfirlýsingu fundarins, sem fylgir hjálagt á ensku:
Sameiginleg yfirlýsing fundarins (PDF, 16 Kb)