Hoppa yfir valmynd
5. október 2007 Innviðaráðuneytið

Drög til umsagnar

Samgönguráðuneytið býður borgurunum að senda inn ábendingar vegna reglugerðar um öryggiskröfur fyrir jarðgöng.


Ábendingar og athugasemdir vegna reglugerðarinnar óskast sendar á netfang ráðuneytisins [email protected] í síðasta lagi fyrir 15. október.

Reglugerðardrögin taka til ráðstafana til að stuðla að öryggi vegfarenda í jarðgöngum með því að kveða á um viðeigandi ráðstafnir ef slys eiga sér stað. Kveðið er á um öryggisráðstafanir og öryggiskröfur fyrir jarðgöng auk áhættugreiningar og reglubundins eftirlits. Þá er gert ráð fyrir skipun öryggisfulltrúa fyrir sérhver jarðgöng sem hefur meðal annars það hlutverk að samræma forvarnar- og öryggisráðstafnir til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsfólks. Reglugerðardrögin eru byggð á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/54/EB frá 29. apríl 2004 um lágmarksöryggiskröfur fyrir jarðgöng í samevrópska vegakerfinu og innleiða ákvæði tilskipunarinnar auk viðauka hennar.

Reglugerðardrögin er að finna hér (Word-335KB).



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta