Hoppa yfir valmynd
5. október 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 4. október 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fyrr í þessari viku kom út ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins.

Helstu niðurstöður eru:

  • Umsvif í efnahagslífinu voru meiri árið 2006 en fyrri tölur gáfu til kynna, en hagvöxtur nam 4,2% í stað 2,6%.
  • Samneysla sveitarfélaga og fjármunamyndun jukust meira en einkaneysla minna.
  • Árið 2007 er áætlað að þjóðarútgjöld dragist saman um 5,2% vegna loka mikilla stóriðjuframkvæmda.
  • Samt er reiknað með áframhaldandi vexti einkaneyslu og annarrar fjárfestingar en í stóriðju.
  • Spáð er að hagvöxtur verði 0,7% á árinu í krafti stóraukins útflutnings áls og samdráttar innflutnings.
  • Áframhaldandi viðsnúningur í utanríkisverslun leiðir til þess að hagvöxtur verður 1,2% árið 2008 þrátt fyrir samdrátt í útflutningi sjávarafurða, einkaneyslu og fjárfestingu.
  • Árið 2009 er gert ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í einkaneyslu en að fjármunamyndun taki að aukast á ný og vöruskiptahallinn haldi áfram að dragast saman og hagvöxtur verði 2,1%.
  • Spáð er að viðskiptahallinn dragist hratt saman á næstu árum og verði 8,8% af landsframleiðslu árið 2008 og 7,6% árið 2009.
  • Áætlað er að spenna á vinnumarkaði verði í hámarki í ár en slaki myndist á næstu árum með auknu atvinnuleysi.
  • Spáð er að verðbólga minnki í 3,3% árið 2008 og að hún verði 2,8% að meðaltali á árinu 2009.
  • Helstu óvissuþættir í þjóðhagsspánni varða frekari stóriðjuframkvæmdir, ástand á alþjóðlegum mörkuðum, gengi krónunnar og endurnýjun kjarasamninga á næsta ári. Í skýrslunni er jafnframt að finna útreikninga á fráviksdæmum. Annars vegar eru metin áhrif af 20% veikingu á gengi krónunnar og hinsvegar af byggingu nýs álvers og tengdra orkuvera.

Yfirlit þjóðhagsspár 2006-2009

Magnbreytingar frá fyrra ári, %

Flokkur
Brb.
2006
Spá
2007
Spá
2008
Spá
2009
Einkaneysla
4,4
2,1
-0,9
-1,8
Samneysla
3,9
2,8
2,0
2,5
Fjármunamyndun
19,8
-22,2
-19,8
4,6
Þjóðarútgjöld alls
9,2
-5,2
-4,8
0,4
Útflutningur vöru og þjónustu
-5,1
8,7
9,2
3,9
Innflutningur vöru og þjónustu
10,1
-9,8
-7,0
-0,5
Verg landsframleiðsla
4,2
0,7
1,2
2,1

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta