Hoppa yfir valmynd
5. október 2007 Matvælaráðuneytið

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Verkefnasjóður sjávarútvegsráðuneytisins

deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði

auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna.

Sjóðurinn mun fyrst og fremst styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja.

 

Vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í þorskafla á fiskveiðiárinu 2007-2008 hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að framlag til deildar sjóðsins um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði verði hækkað um 25 m.kr. á árinu. Framlag til sjóðsins verður því 50 m.kr. á árinu 2007. Þessari hækkun verður að öðru jöfnu varið til þorskrannsókna.

 

Allir geta sótt um styrki; einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og háskólastofnanir. Í stærri verkefnum er sérstaklega hvatt til samstarfs mismunandi aðila með þátttöku vísindamanna víða af landinu.

 

Við mat umsókna verður lögð áhersla á nýnæmi verkefnisins m.t.t. nýrrar þekkingar og/eða aukinna nýtingarmöguleika á lífríki sjávar.

 

Á árinu 2007 verða styrkt alls 6-10 verkefni að hámarki 3-5 m.kr. hvert og um 15 minni verkefni 0,5-1 m.kr. hvert.

 

Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frágang umsókna er að finna á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins www.sjavarutvegsraduneyti.is

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2007 og skulu umsóknir sendar til sjávarútvegsráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknirnar skulu einnig berast á rafrænu formi á netfangið [email protected]. Umsóknir sem berast eftir 1. nóvember verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag.

 

Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum á árinu 2006 og hyggjast sækja um framhaldsstyrk skulu skila skýrslu um stöðu verkefnisins, ella koma viðkomandi umsóknir ekki til greina við úthlutun.

 

Sjávarútvegsráðuneytið

 

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta