Hoppa yfir valmynd
9. október 2007 Innviðaráðuneytið

Nýjar reglugerðir um flugmál í farvatninu

Drög að fimm reglugerðum varðandi flugmál eru nú tilbúin og er hagsmunaaðilum boðið að senda samgönguráðuneytinu umsagnir sínar. Reglugerðardrögin má sjá hér.

Alls eru fimm reglugerðir kynntar. Ein snýst um gjaldtöku Flugöryggisstofnunar Evrópu, önnur um skipan kærunefndar sem unnt verður að beina kærum til varðandi ákvarðanir hennar, sú þriðja um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnun Evrópu, sú fjórða um viðvarandi lofthæfi loftfara og fleiri atriði og sú fimmta um sveigjanlega notkun loftrýmis.

Tilgangurinn með setningu reglugerðanna er að innleiða viðkomandi reglugerðir Evrópusambandsins varðandi þessi svið flugmála sem nefnd hafa verið. Unnt er að veita umsagnir um reglugerðardrögin ýmist til 18. eða 23. október næstkomandi og skal senda þær á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected].



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta