Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2007
Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 5. október sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2007 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur 1.276.796.081 krónu en endanlegt framlag ársins 2006 nam 1.085.474.539 krónum
Koma ¾ hlutar framlagsins til greiðslu 11. október, en fjórðungur framlaganna verður greiddur út í árslok á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaganna og endanlegra talna um íbúafjölda sveitarfélaganna 1. desember 2006.
Úthlutun áætlaðra tekjujöfnunarframlaga til sveitarfélaga árið 2007 (pdf, 20kb)