Hoppa yfir valmynd
11. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2007

Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 5. október sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2007 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur 1.276.796.081 krónu en endanlegt framlag ársins 2006 nam 1.085.474.539 krónum

Koma ¾ hlutar framlagsins til greiðslu 11. október, en fjórðungur framlaganna verður greiddur út í árslok á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaganna og endanlegra talna um íbúafjölda sveitarfélaganna 1. desember 2006.

 

Skjal fyrir Acrobat ReaderÚthlutun áætlaðra tekjujöfnunarframlaga til sveitarfélaga árið 2007 (pdf, 20kb)

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum