Hoppa yfir valmynd
11. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstöfun aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2007

Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 5. október sl. um úthlutanir framlaga til sveitarfélaga á grundvelli 2. og 3. gr. reglna nr. 884 frá 2. október 2007 sem ráðherra setti í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga um ráðstöfun 1.400 milljón króna aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2007.

Einungis kemur til úthlutunar framlags ef heimild sveitarfélags til útsvarsálagningar fyrir tekjuárið 2007 er fullnýtt af sveitarstjórn.

Úthlutun framlags vegna íbúafækkunar, sbr. 2. gr.

Tillaga er gerð um úthlutun 350 milljón króna aukaframlags til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði árin 2002–2006. Einungis kemur til úthlutunar framlags ef hlutfallsleg fækkun íbúa hefur verið umfram 1,5% á tímabilinu. Þó skal aðeins greiða framlag til sveitarfélaga þar sem fækkun íbúa er umfram níu á tímabilinu.

Framlagið kemur til greiðslu 12. október nk.

 

Úthlutun framlags vegna þróunar útsvarsstofns, sbr. 3. gr.

Tillaga er gerð um úthlutun 350 milljón króna aukaframlags til sveitarfélaga þar sem hlutfallsleg þróun útsvarsstofns milli áranna 2001 og 2006 er lægri en heildarhækkun útsvarsstofns allra sveitarfélaga fyrir sama tímabil. Einungis kemur til úthlutunar framlags hafi sveitarfélag ekki fylgt íbúaþróun Reykjavíkurborgar á tímabilinu.

Framlagið kemur til greiðslu í tvennu lagi. Greiddar verða 175 milljónir króna 12. október nk. á grundvelli áætlaðs álagningarstofns vegna tekna ársins 2006. Greiddar verða 175 milljónir króna í desember næstkomandi þegar álagningarstofn með áorðnum breytingum vegna tekna ársins 2006 liggur fyrir og endurskoðun á úthlutun framlagsins hefur farið fram.

   

Tillögur að úthlutunum á grundvelli 4. og 5. gr. reglnanna um ráðstöfun aukaframlagsins, nr. 884 frá 2. október 2007, er ná til framlags vegna íbúaþróunar og framlaga til sameinaðra sveitarfélaga, munu koma til birtingar og greiðslu eftir að fjáraukalög 2007 hafa verið samþykkt á Alþingi.

 

Skjal fyrir Acrobat ReaderÚthlutun framlags vegna íbúafækkunnar og þróunar útsvarsstofns (pdf, 26kb)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta