Hoppa yfir valmynd
13. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fjölmennasta Umhverfisþingi til þessa er lokið

Umhverfisþingi lauk á pallborðsumræðum
Pallborðsumræður á Umhverfisþingi

Umhverfisþingi er lokið. Um 350 manns sóttu þingið og er það hið fjölmennasta til þessa. Þinginu lauk á pallborðsumræðum með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi, fulltrúum umhverfissamtaka og Samtaka atvinnulífsins.

Á þinginu voru m.a. kynnt drög að stefnu stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni og fjallað um undirbúning náttúruverndaráætlunar fyrir tímabilið 2009-2013.

Í kjölfar Umhverfisþings verður unnið áfram að gerð stefnumörkunar um líffræðilega fjölbreytni og náttúruverndaráætlunar. Umhverfisráðuneytið mun gefa fólki tækifæri til að senda inn athugasemdir og tillögur varðandi drög að stefnu um líffræðilega fjölbreytni og verður opnuð gátt á heimasíðu ráðuneytisins fyrir slíkar athugasemdir. Einnig er hægt að senda athugasemdir og tillögur skriflega til ráðuneytisins. Athugasemdir skulu berast fyrir 15. desember 2007. Þá eru fyrirhugaðir kynningarfundir fyrir almenning þegar drög að nýrri náttúruverndaráætlun liggja fyrir.

Á þinginu voru flutt fjölmörg erindi um gildi náttúruverndar og hvernig vernd og nýting náttúruauðlinda geti farið saman. Líflegar umræður voru í málstofum á þinginu, annars vegar um náttúruvernd á 21. öldinni og náttúru og byggð. Fyrirlesarar komu víðs vegar að og fjölluðu um umhverfisstarf allt í kringum landið.

Umræður á þinginu og flest erindi sem þar voru flutt voru sýnd í beinni útsendingu á heimasíðu ráðuneytisins. Upptökur af þessu efni verða fljótlega birtar á heimasíðu ráðuneytisins.

Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins er hægt að nálgast það ritaða efni sem gefið var út á þinginu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta