Hoppa yfir valmynd
15. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kolefnisjöfnun - hvað er það?

Kolefnisjöfnun - hvað er það?
Kolefnisjöfnun - hvað er það?

Fjórða Stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmunar fróða um sjálfbæra þróun fer fram á morgun, þriðjudag og fjallar um kolefnisjöfnun. Mikið hefur verið rætt um kolefnisjöfnun að undanförnu, en ekki er öllum ljóst í hverju hún er fólgin. Á fundinum verður fjallað um hvað kolefnisjöfnun felur í sér, hvernig kolefnisbókhald er haldið, skyldur Íslands og möguleika til að mæta þeim. Sérstaklega verður rætt um aðgerðir til kolefnisjöfnunar, svo sem endurheimt votlendis og skógrækt.

Á Stefnumóti um kolefnisjöfnun mun Stefán Einarsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, fjalla um kolefnisjöfnun og kolefnisbókhald, og segja frá skyldum Íslands og möguleikum til að uppfylla þær. Hlynur Óskarsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands mun því næst fjalla um hvernig endurheimt votlendis getur dregið úr losum gróðurhúsalofttegunda. Loks mun Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LBHÍ tala um hvernig skógrækt getur komið að gagni í þessu sambandi. Að lokum verða almennar umræður.

Stefnumótið hefst kl. 12:00 í fundarsal Þjóðminjasafnsins og stendur til kl. 13:15.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta