Urður ráðin fjölmiðlafulltrúi
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 112/2007
Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Urði Gunnarsdóttur í nýtt starf fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins.
Reiknað er með að Urður hefji störf í byrjun næsta árs en hún gegnir núna starfi talsmanns Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem hefur aðsetur í Varsjá. Urður hefur verið í því starfi síðan 2003 en starfaði árin á undan á vegum ÖSE og utanríkisráðuneytisins sem fjölmiðlafulltrúi í Bosníu og í Kósóvó. Urður var blaðamaður á Morgunblaðinu um 12 ára skeið frá 1987 til 1999 og 2000 til 2001. Urður lauk BA prófi í dönsku frá heimspekideild Háskóla Íslands 1992.