Hoppa yfir valmynd
15. október 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruviðskipti í september 2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 11. október 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Innfluttar vörur í september námu 28,1 milljörðum króna á fob virði sem er 5,7% minna en í ágúst þegar flutt var inn fyrir 29,8 milljarða.

Ef tekið er mið af sama mánuði í fyrra hafa innfluttar vörur, án skipa og flugvéla, dregist saman um 5,6% á föstu gengi. Útfluttar vörur í september námu 18,1 milljarði króna og var því vöruskiptahallinn 10 milljarðar sem er nokkur bati frá ágústmánuði þegar hallinn nam um 12 milljörðum króna. Ef skoðaðir eru einstaka liðir innflutningsins má sjá að töluvert hefur dregið úr innflutningi fólksbifreiða en innflutningur annarra flutningjatækja stendur nokkuð í stað. Innflutningur á eldsneyti og smurolíum jókst mikið en þessi liður er jafnan mjög sveiflukenndur milli mánaða.

Aðrir liðir standa nokkuð í stað, verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara minnkar lítilega en verðmæti mat- og drykkjarvöru eykst. Sama má segja um verðmæti annarra neysluvara og munar þar helst um hálf-varanlegar neysluvörur (t.d. fatnað) en aftur á móti dregur úr innflutningi óvaranlegra neysluvara (t.d. lyf og tóbak).

Það sem af er árinu hefur verðmæti innfluttra vara, án skipa og flugvéla, dregist lítillega saman miðað við á sama tíma og í fyrra eða sem svarar 0,9% á föstu gengi. Á næstu mánuðum má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og draga muni lítilega úr verðmæti innfluttra vara á sama tíma og vöruútflutningurinn kemur til með að aukast samfara aukinni álframleiðslu.

Staðvirtur vöruinnflutningur án skipa og flugvéla janúar 2003 - september 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta