Fyrsti morgunverðarfundur verkefnisstjórnar 50+
Sveigjanleg starfslok – ávinningur allra
Hver er ávinningur þjóðfélagsins af atvinnuþátttöku eldra fólks?
Hvað kostar það samfélagið að fólk fer fyrr af vinnumarkaði, svo sem vegna örorku eða atvinnuleysis?
Hver verður mannfjöldaþróunin á Íslandi á næstu áratugum og hvaða áhrif hefur það á vinnumarkaðinn?
Stjórnmálamenn, atvinnurekendur, stjórnendur, rannsakendur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið! Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.
Fyrsti fundur af þremur verður á Grand Hótel Reykjavík í Háteigi (salur á 4. hæð) þann 19. október næstkomandi klukkan 8.30–10.00.
Dagskrá:
- Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra.
- Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, fjallar um samverkan launa- og lífeyristekna.
- Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar ríkisins, fjallar um kostnað samfélagsins af því að missa fólk fyrr af vinnumarkaði út frá heilsufarslegum og félagslegum forsendum.
- Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um breytingar í mannfjöldaþróun næstu áratuga og áhrif breytinganna á íslenskan vinnumarkað.
Fundarstjóri: Gunnar Kristjánsson formaður verkefnisstjórnar 50+
Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Morgunverður verður framreiddur frá klukkan 8.00, verð 1.400 krónur.
Æskilegt er að þátttakendur skrái sig á netfangið [email protected]