Hoppa yfir valmynd
19. október 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Kristinn F. Árnason og Alois, erfðaprins af Liechtenstein
Kristinn F. Árnason og Alois, erfðaprins af Liechtenstein

Í gær, fimmtudaginn 18. október, afhenti Kristinn F. Árnason, sendiherra, Alois, erfðaprinsinum af Liechtenstein, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Liechtenstein með aðsetur í Genf. Sendiherra og erfðaprinsinn ræddu m.a. almennt um samskipti Íslands og Liechtenstein, um stöðu samstarfs þjóðanna innan EFTA og um samningaviðræðurnar á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Þá voru einnig rædd möguleg aukin menningarsamskipti ríkjanna og Liechtenstein þakkað fyrir stuðningsyfirlýsingu sína við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Ísland og Liechtenstein hafa mjög mikið og náið samstarf innan EFTA, bæði vegna samskipta við Evrópusambandið á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og við mörg önnur ríki á grundvelli fríverslunarsamninga og samstarfsyfirlýsinga á sviði viðskipta.

Þá átti sendiherra einnig fundi með Klaus Tschütscher, varaforsætisráðherra sem jafnframt er ráðherra efnahags-, dóms- og íþróttamála og Ritu Kieber-Beck, utanríkis- og menningarmálaráðherra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta