Bæklingur um stuðning við dönskukennslu á Íslandi
Meðfylgjandi er bæklingurinn Stuðningur við dönskukennslu á Íslandi. Bæklingnum er ætlað að vekja athygli á samningi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Í apríl 2007 var undirritaður af menntamálaráðherrum Dana og Íslendinga nýr samningur til næstu fjögurra ára.
Menntamálaráðuneyti fer þess á leit að vakin sé athygli á bæklingnum meðal þeirra sem málið varðar í stofnun yðar.
Nánari upplýsingar um verkefnið eru aðgengilegar á vefsíðu beggja ráðuneyta, menntamalaraduneyti.is og www.uvm.dk/