Ísland í forsæti - bankastjóri Alþjóðbankans til Íslands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 117/2007
Á laugardag stýrði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, afgreiðslu yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna til þróunarnefndar Alþjóðabankans í Washington.
Í dag tekur utanríkisráðherra þátt í fundi þróunarnefndarinnar í höfuðstöðvum bankans í Washington fyrir hönd ríkjanna átta, en Ísland er í forsæti fyrir þau næstu tvö árin. Fyrir liggur að nýr bankastjóri Alþjóðabankans, Robert Zoellick, komi til Reykjavíkur snemma á næsta ári til fundar um málefni bankans með ráðherrum fyrrgreindra ríkja.