Hoppa yfir valmynd
23. október 2007 Matvælaráðuneytið

Fundur iðnaðarráðherra með forseta Indónesíu.

Iðnaðarráðuneyti Fréttatilkynning Nr. 12/2007

Iðnaðarráðherra mun á morgun eiga fund með forseta Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono. Jafnframt hafa verið boðaðir á fundinn orkumálaráðherra Indónesíu, Purnomo Yusgiantoro, og ráðherra sjávarútvegsmála, Freddy Numberi. Tilefni fundarins er að ræða mögulegt samstarf Indónesíu og Íslands á sviði jarðvarmaorkuvinnslu og fiskveiða, en miklir ónýttir fiskistofnar eru við strendur Indónesíu. Ráðherrarnir munu einnig ræða aukið samstarf á sviði rannsókna og menntunar í tengslum við jarðhita, þar á meðal hugmynd um árleg námskeið fyrir jarðhitafræðinga frá Asíulöndum um rannsóknir og nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu, sem haldin yrðu í Indónesíu.

Reykjavík, 22. október 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta