Hoppa yfir valmynd
23. október 2007 Matvælaráðuneytið

Landbúnaðarráðherra opnar hestamiðstöð á Jótlandi

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra opnaði á laugardag hestamiðstöð í Gultentorp sem er skammt frá Álaborg á Jótlandi. Ráðherra hélt ræðu á ráðstefnu um sjávarútvegsmál í Álaborg á föstudag og var tækifærið nýtt til að opna hestamiðstöðina degi síðar.

Gultentorp hestabúið er í eigu Kjelds Dissings og fjölskyldu hans. Þau eiga marga tugi íslenskra hesta en land þeirra nær yfir um 50 hektara.

Auk Einars Kristins var Jens Iversen forseti FEIF - Alþjóðasamtaka unnenda íslenska hestsins viðstaddur athöfnina. Mikill fjöldi fólks kom þarna saman, þeirra á meðal varaborgarstjórinn í Álaborg og sendiherrahjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir.

Til hátíðabrigða voru fjórir þekktir stóðhestar sýndir. Það voru þeir Númi frá Þóroddsstöðum, með 8,66 í einkunn, Stefnir frá Sandhólaferju, með einkunn 8,51, Gustur frá Kjarri, með einkunn 8,39 og Ögri frá Háholti með einkunn 8,33. Allt afburðahestar eins og sjá má á, en Ögri er vinsælasti íslenski stóðhesturinn í Danmörku í ár, notaður fyrir 47 hryssur. Áhorfendum var gefinn kostur á því að kjósa þann hest sem þeir vildu helst að yrði notaður í Gultentorp að ári á hryssur Kjelds bónda. Sigraði Gustur frá Kjarri með miklum yfirburðum að mati brekkudómaranna í áhorfendahópnum.

Mynd frá opnun hestamiðstöðvar á Jótlandi

Mynd frá opnun hestamiðstöðvar á JótlandiMynd frá opnun hestamiðstöðvar á Jótlandi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta