Hoppa yfir valmynd
23. október 2007 Matvælaráðuneytið

Ný stefna í neytendamálum - úttekt á stöðu neytendamála

Viðskiptaráðuneyti fréttatilkynning Nr. 6/2007

Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að hrinda af stað heildarstefnumótun á sviði neytendamála. Markmið starfsins er að skapa réttindamálum og hagsmunum neytenda verðugri sess í samfélaginu. Ennfremur að vinna gegn háu verðlagi á Íslandi; auðvelda almenningi að takast á við breytta heimilis- og verslunarhætti; styrkja og auka vitund neytenda um rétt sinn; innleiða í auknum mæli upplýsingatækni í þágu neytenda og almennt styðja neytendur til virkrar þátttöku á vöru- og þjónustumörkuðum. Sem fyrsta skref í stefnumótuninni hefur viðskiptaráðherra falið Félagsvísindastofnun, Hagfræðistofnun og Lagastofnun Háskóla íslands að vinna ítarlega rannsókn á stöðu neytendamála á Íslandi.

Til að kynna nánar áherslur viðskiptaráðuneytisins í neytendamálum og kynna efnistök háskólastofnananna þriggja boðar ráðherra til fréttamannafundar á morgun miðvikudaginn 24. október, klukkan 11 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum