Heimsókn forsætisráðherra til Ítalíu
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir eiginkona hans halda til Rómar á morgun, fimmtudag. Forsætisráðherra mun funda með Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu að morgni föstudags og síðan ganga á fund Benedikts páfa XVI. Þá ávarpar hann hádegisverðarfund Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins ásamt Emmu Bonino utanríkisviðskiptaráðherra Ítalíu. Ennfremur mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi sjávarútvegsdeildar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).
Frá Róm heldur forsætisráðherra til Oslóar á þing Norðurlandaráðs og til fundar við forsætisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.
Reykjavík 24. október 2007