Hoppa yfir valmynd
25. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ávarp félagsmálaráðherra á málþingi Samtaka félagsmálastjóra

Félagsmálaráðherra ávarpar málþing Samtaka félagsmálastjóraJóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ávarpaði í dag málþing Samtaka félagsmálastjóra. Málþingið var haldið undir yfirskriftinni „Nýir tímar - hvert stefnir?“ og var haldið í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Gestir á málþingi Samtaka félagsmálastjóraÍ ávarpinu sagði félagsmálaráðherra meðal annars: „Þrátt fyrir þá miklu uppgangstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi á undanförnu árum blasir sú staðreynd við að umönnunarstéttirnar, sem bera uppi þá þjónustu sem velferðarkerfið veitir, hafa setið eftir. Afleiðingarnar blasa við okkur hvert sem við lítum í formi manneklu, skertrar þjónustu og stóraukins álags á þá einstaklinga sem enn starfa í þessum mikilvægu verkum. Þessu verðum við að breyta og við verðum að meta störf þessara fjölmennu kvennastétta að verðleikum. Árangur á flestum sviðum velferðarþjónustunnar byggir einfaldlega á því að þessari þróun verði snúið við."

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp félagsmálaráðherra á málþingi Samtaka félagsmálastjóra



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum