Hoppa yfir valmynd
26. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ávarp félagsmálaráðherra á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Félagsmálaráðherra ávarpaði í dag ársfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og sagði meðal annars eftirfarandi:

„Auk þeirrar vinnu sem nú stendur yfir varðandi flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga hef ég óskað eftir því að undirbúin verði endurskoðun á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, en samkvæmt ákvæðum félagsþjónustulaganna átti að endurskoða þau fyrir meira en tíu árum síðan. Það er mikilvægt að þið hugleiðið með mér hvaða leiðir þið mynduð vilja fara í þessum efnum. Eigum við samfara yfirfærslu á málefnum aldraðra og fatlaðra til sveitarfélaganna að samþætta lög um þessa málaflokka eða eigum við að flytja málaflokkana yfir á grundvelli núverandi sérlaga, og stefna að heildarendurskoðun og samþættingu þessara þriggja málaflokka í ein heildarfélagsþjónustulög eftir einhvern reynslutíma af yfirfærslunni? Við gætum til dæmis hugsað okkur að slík endurskoðun færi fram að fjórum til fimm árum liðnum.

Ég held að mörgu leyti að það gæti verið skynsamlegt að færa málefni aldraðra og málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaganna á grundvelli núverandi laga og samþætta málaflokkana félagsþjónustu laganna þegar reynsla er komin á yfirfærsluna.“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp Jóhönnu Sigurðardóttur á ársfundi SSH



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum