Fundur forsætisráðherra með Benedikt XVI páfa
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund í Páfagarði með Benedikt XVI páfa.
Forsætisráðherra flutti páfa kveðjur frá kaþólska söfnuðinum á Íslandi og þeir ræddu um loftslags- og orkumál og þróunarsamvinnu. Þá færði forsætisráðherra páfa að gjöf nýútgefna þýðingu á Bíblíunni með áritun biskups Íslands, auk íslensks þríkross úr gulli.
Að því loknu átti forsætisráðherra fund með Tarcisio Bertone, kardínála og forsætisráðherra Páfagarðs.
Reykjavík 26. október 2007