Annar morgunverðarfundur verkefnisstjórnar 50+
Sveigjanleg starfslok – ávinningur allra
Hver er ávinningur fyrirtækja af atvinnuþátttöku eldra fólks?
Standa fyrirtæki á Íslandi fyrir sértækum aðgerðum í því skyni að halda lengur í fólk á vinnumarkaði?
Skiptir sveigjanleikinn máli?
Hvernig geta fyrirtækin nýtt mentora – lærimeistara /félagsvini- í sína þágu?
Atvinnurekendur, stjórnendur, rannsakendur, stjórnmálamenn og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið!
Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Annar fundur af þremur verður á Grand Hóteli Reykjavík, Háteigi (salur á 4. hæð) þann 2. nóvember næstkomandi klukkan 8.30–10.00.
Dagskrá
- Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, fjallar um rannsókn Rannsóknarsetursins á ávinningi af atvinnuþátttöku eldra fólks.
- Guðríður H. Baldursdóttir, starfsmannastjóri Kaupáss, fjallar um möguleika og reynslu fyrirtækjanna af að ráða eldra fólk í störf.
- Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, fjallar um mentora-hugmyndina – lærimeistara-/félagsvinakerfi – og möguleika fyrirtækjanna í því sambandi.
Fundarstjóri: Gunnar Kristjánsson, formaður verkefnisstjórnar 50+
Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar
Morgunverður verður framreiddur frá klukkan 8.00.