Annar fundur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hélt annan fund sinn í síðustu viku. Fundurinn var haldinn að Skriðuklaustri og hann sóttu bæði aðalmenn og varamenn í stjórninni. Einnig var fundað sérstaklega með svæðisráði garðsins á norðaustursvæði (svæði II). Til umfjöllunar voru drög að framkvæmda- og rekstraráætlunum þjóðgarðsins fyrir árið 2008. Einnig var rætt um væntanlega arkitektasamkeppni um hönnun fjögurra nýrra gestastofa innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá ákvað stjórnin að ráðast í samkeppni um einkennismerki garðsins. Næsti stjórnarfundur verður haldinn á Höfn þann 16. nóvember.