Hoppa yfir valmynd
30. október 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Undirritun upplýsingaskiptasamnings við Mön

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 25/2007

Í dag var undirritaður í Osló samningur milli Íslands og Manar um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Samhliða hafa verið gerðir þrír samningar er varða skattlagningu tekna á afmörkuðum sviðum, þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja.

Á sama tíma undirrituðu hin Norðurlöndin samhljóða samninga við Mön. Af hálfu Íslands undirritaði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, samningana en fyrir hönd Manar, Allan Bell MHK, fjármálaráðherra.

Árni M. Mathiesen og Allan Bell MHK

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og
Allan Bell MHK, fjármálaráðherra Manar



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum