Hoppa yfir valmynd
31. október 2007 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um framkvæmd ferðamálaáætlunar lögð fram á Alþingi

Lögð hefur verið fram á Alþingi skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar 2006 til 2015. Þegar hefur fjölmörgum verkefnum áætlunarinnar verið hrint í framkvæmd.
Ferðamálaáætlun gildir til 2015
Ferðamálaáætlun gildir til 2015


Í skýrslunni eru rakin helstu atriði áætlunarinnar og gerð er grein fyrir verkefnum í aðgerða- og framkvæmdaáætlun hennar. Meðal verkefna sem unnið hefur verið að má nefna þarfagreiningu á nauðsynlegum rannsóknum, könnun á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, úttekt á stöðu deiliskipulags á ferðamannasvæðum, samanburð á rekstrarumhverfi og flokkun á ráðstefnuaðstöðu, svo dæmi séu tekin.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum