Skýrsla um framkvæmd ferðamálaáætlunar lögð fram á Alþingi
Í skýrslunni eru rakin helstu atriði áætlunarinnar og gerð er grein fyrir verkefnum í aðgerða- og framkvæmdaáætlun hennar. Meðal verkefna sem unnið hefur verið að má nefna þarfagreiningu á nauðsynlegum rannsóknum, könnun á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, úttekt á stöðu deiliskipulags á ferðamannasvæðum, samanburð á rekstrarumhverfi og flokkun á ráðstefnuaðstöðu, svo dæmi séu tekin.