Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra vill stöðva fyrirhugaðar skerðingar á örorkulífeyri

Félagsmálaráðherra ávarpaði í dag þing Landssambands íslenskra verzlunarmanna. Þingið er haldið á 50 ára afmæli landssambandsins og árnaði félagsmálaráðherra félagsmönnum þess heilla og þakkaði það kraftmikla og oft á tíðum brautryðjendastarf sem unnið hafi verið á þeirra vegum að hagsmunum launþega.

Í ávarpi sínu vék félagsmálaráðherra meðal annars að fyrirhuguðum skerðingum nokkurra lífeyrissjóða á örorkulífeyri og sagði meðal annars:

„Skerðingar lífeyrissjóðanna munu að óbreyttu hafa tvennt í för með sér, verri kjör þeirra öryrkja sem fyrir þeim verða og tilfærslu útgjalda frá lífeyrissjóðunum yfir á ríkissjóð. Niðurstaða mín eftir ítarlega skoðun á þessu máli er eindregið sú að ríkisvaldið og lífeyrissjóðirnir verði í sameiningu að leysa þessi mál, annars vegar tímabundið og hins vegar til langframa og koma í veg fyrir þá víxlverkun milli almannatrygginga og lífeyrissjóða sem bæði skerða lífeyrisgreiðslur og rýra kjarabætur öryrkja. Ég tel að allra leiða verði að leita til þess að lífeyrissjóðirnir hætti við þessar skerðingar og skoða þarf hvort ekki sé rétt að ríkisvaldið komi um leið til móts við sjóðina með því að útgjöld, sem ella kæmu fram hjá almannatryggingakerfinu, renni til lífeyrissjóðanna þar til frambúðarlausn finnst á málinu. “

Tenging frá vef ráðuneytisinsRæða félagsmálaráðherra á 26. þingi Landssambands íslenskra verzlunarmanna



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta