Verkefnastjóri þróunarverkefna Fjölmenningarseturs
Verkefnastjóri þróunarverkefna Fjölmenningarseturs
Félagsmálaráðuneytið fyrir hönd Fjölmenningarseturs óskar eftir að ráða starfsmann í 100% stöðu til að vinna við þróun verkefna er varða móttöku innflytjenda í íslenskt samfélag auk annarra verkefna. Markmið starfsins er að auðvelda samskipti á þessu sviði og efla þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Í starfinu felst einnig ráðgjöf til stofnana og kynning á starfsemi Fjölmenningarseturs.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf í félagsvísindum, gæðastjórnun eða sambærileg menntun og reynsla af verkefnastjórnun. Góð tök á íslensku og ensku. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfið er nýtt og mun starfsmaðurinn taka þátt í mótun þess. Starfsmaðurinn mun hafa aðstöðu á Egilsstöðum og munu ferðalög fylgja starfinu.
Vakin er athygli á að starfið stendur opið jafnt konum og körlum.
Upphaf starfstíma fer eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elsa Arnardóttir framkvæmdastjóri í síma 450 3090 og 694 1881 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu berast félagsmálaráðuneyti, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eigi síðar en 25. nóvember nk. Umsóknir er hægt að senda rafrænt á netfangið [email protected] Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Félagsmálaráðuneytið, 2. nóvember 2007