Ráðherraráðstefna um rafræna stjórnsýslu í Lissabon - Ráðherrayfirlýsing
Ráðstefnan fór fram dagana 19. - 21. september 2007 og bar yfirskriftina "Hvernig nýta má kosti rafrænnar stjórnsýslu" (e. Reaping the Benefits of eGovernment). Markmiðin með ráðstefnunni voru að fara yfir það helsta sem hefur áunnist í rafrænni stjórnsýslu, greiða götu áframhaldandi þróunar og marka stefnu fyrir næstu ár.
Á ráðstefnunni samþykktu ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna yfirlýsingu sem ætlað er að fylgja eftir áætlun Evrópusambandsins fyrir upplýsingasamfélagið fram til ársins 2010. Samþykktin fjallar m.a. um notkun rafrænna skilríkja og rafrænna reikninga milli landa, einföldun á samskiptum borgaranna við hið opinbera, aðgengi allra að rafrænni stjórnsýslu og aukna þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvörðunum. Ríkin munu leitast við að samtvinna þau markmið sem sett eru fram í yfirlýsingunni við eigin stefnur og áætlanir. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni á ráðstefnunni og samþykkti yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands.
Ráðherrayfirlýsingin á íslensku
Fréttatilkynning fjármálaráðuneytisins frá ráðstefnunni
Vefur ráðstefnunnar: Fjórða ráðherraráðstefnan um rafræna stjórnsýslu, Lissabon 19.-21. september 2007
Reykjavík 5. nóvember 2007