Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2007 Utanríkisráðuneytið

Grannríkjasamráð á sviði öryggis- og varnarmála

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 122/2007

Mánudaginn 5. nóvember sl. fór fram fyrsti reglulegi samsráðsfundur embættismanna á grundvelli samkomulags Íslands og Danmerkur um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn og tóku þátt í honum embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.  Fjallað var um sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi og aukið hagnýtt samstarf á ýmsum sviðum.

Þriðjudaginn 6. nóvember áttu embættismenn utanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins jafnframt fund með þýskum embættismönnum um öryggis- og varnarmál.  Fundurinn, sem fram fór í Berlín, var haldinn í framhaldi af samráði embættismanna landanna tveggja sem fram fór í Reykjavík sl. vor.  Markmið þessara viðræðna er að kanna möguleg samstarfsverkefni ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta