Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2007 Utanríkisráðuneytið

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland hefst í mars 2008

Nr. 123/2007

Í morgun gafst aðildarríkjum NATO kostur á að bjóða fram flugsveitir til loftrýmisgæslu við Ísland næstu þrjú árin. Viðbrögð bandalagsríkja voru mjög jákvæð. Meðal annars munu Frakkar vera með flugsveit á Íslandi í fimm til sex vikur fyrri hluta árs 2008. Þá munu Bandaríkjamenn senda flugsveitir næsta sumar og aftur sumarið 2009 í tvær til þrjár vikur í senn. Danir og Spánverjar hafa gefið almenn fyrirheit um þátttöku árið 2009 og Norðmenn munu eiga frekara samráð við íslensk stjórnvöld um þátttöku. Enn fremur munu Pólverjar senda flugsveit til Íslands árið 2010. Þessi framlög bandalagsríkja koma í kjölfar ákvörðunar fastaráðs Atlantshafsbandalagsins frá 26. júlí sl. um framkvæmd loftrýmisgæslu við Ísland. Um þau var tilkynnt á mannaflaráðstefnu NATO sem haldin var í herstjórnarmiðstöð bandalagsins í Mons í morgun.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta