Minnisvarði afhjúpaður um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
Hinn 7. nóvember sl. afhjúpaði borgarstjóri Reykjavíkurborgar minnisvarða um kvenréttindakonuna Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Minnisvarðinn stendur við Þingholtsstræti í Reykjavík, en félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg styrktu gerð verksins sem er eftir Ólöfu Nordal. Af þessu tilefni flutti Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ávarp til minningar um Bríeti.
Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur