Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Að gera jafnréttisstarf sýnilegt

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Jafnréttisvogin verður haldin föstudaginn 16. nóvember á Hótel Loftleiðum. Verkefnið snýst um að mæla stöðu jafnréttis hjá sveitarfélögum í fimm löndum og verða niðurstöður þess kynntar á ráðstefnunni.

Auk Íslands tóku Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur þátt í verkefninu. Könnuð var þátttaka kynjanna í stjórnun sveitarfélaga, atvinnuþátttaka kvenna og karla, hlutfall kynjanna í stjórnunarstöðum og fleira. Fulltrúar allra þátttökulandanna skýra frá niðurstöðum í hverju landi fyrir sig, en ráðstefnan fer fram á ensku.

Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds og stendur frá klukkan 13 til 17.

JAFNRÉTTISVOGIN
Að gera jafnréttisstarf sveitarfélaga sýnilegt


Ráðstefna á Hótel Loftleiðum 16. nóvember 2007

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Jafnréttisvogin (Tea for two – illustrating equality)

13.00           Ávarp
                       Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
13.10             The Tea for two project in a nutshell
                       Svala Jónsdóttir, Jafnréttisstofu
13.20             Competing in gender equality – results from the TFT project
                       Kjartan Ólafsson, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri
13.50            Gender equality in Norway in view of the TFT project
                       May Endresen, Sambandi norskra sveitarfélaga
14.10            Gender equality at local level in Finland in the light of statistical indicators
                       Mikola Sinikka, Sambandi finnskra sveitarfélaga
                       Marjut Pietiläinen, Hagstofu Finnlands
14.30             Equality issues for women in Greece: Project results
                       Katerina Ifou, bæjarstjóri, Farsala, Grikklandi
14.50             Gender policy in Bulgaria and the impact of the TFT Project
                       Lily Abadijeva, ráðuneyti félags- og vinnumála, Búlgaríu
15.10             Kaffihlé
15.40             TFT from a user’s perspective
                       Katrín Björg Ríkarðsdóttir, deildarstjóri samfélags og mannréttindadeildar, Akureyrarkaupstað

16.00              Pallborðsumræður  Stjórnandi: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar
           
17.00             Léttar veitingar í boði félagsmálaráðuneytisins
 

Fundarstjóri: Hildur Jónsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.

Skráning fer fram á [email protected] og í síma 460 6200.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum