Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2007 Matvælaráðuneytið

Viðskiptaráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um sértryggð skuldabréf.

Viðskiptaráðuneytið Fréttatilkynning Nr. 8/2007

Í dag mun Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, mæla fyrir frumvarpi til laga um sértryggð skuldabréf á Alþingi.

Sértryggð skuldabréf bera öll einkenni hefðbundinna skuldabréfa en njóta sérstaks tryggingar- og fullnusturéttar í tryggingasafni, ólíkt hefðbundnum skuldabréfum. Útgáfa sértryggðra skuldabréfa er einkar heppileg við fjármögnun fasteignalána til langs tíma.

Frumvarpið setur lagalegan ramma fyrir slík skuldabréf. Sá rammi er grundvöllur slíkrar útgáfu og með honum eru sköpuð skilyrði fyrir lækkun langtímavaxta til húsnæðiskaupa, sem er afar brýnt hagsmunamál fyrir almenning á Íslandi.

Í frumvarpinu er lagt til að ýmsar efnisreglur laga um samningsveð gildi um sértryggð skuldabréf, að sérstakar reglur gildi um vörslu og skráningu tryggingasafna og að réttindum þeim sem sértryggt skuldabréf hefur í tryggingasafni þurfi ekki að þinglýsa. Ennfremur eru lögfestar reglur um greiðslur af sértryggðu skuldabréfi ef útgefandi fær greiðslustöðvun og sérreglur um greiðslur í tilfelli gjaldþrots útgefenda.

Heimild til útgáfu sértryggðra skuldabréfa verður háð því að útgefandi uppfylli tilteknar kröfur sem Fjármálaeftirlitið setur. Fjármálaeftirlitið hefur ennfremur heildareftirlit með þessari starfsemi sem og annarri starfsemi fjármálafyrirtækja.

Reykjavík, 12. nóvember 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta