Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sýningarréttur á kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar

Menntamálaráðuneytið vekur athygli á því að ráðuneytið og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson hafa nýlega gert með sér samning um sýningarrétt á kvikmyndum hans í skólum landsins

Til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, skólaskrifstofa og háskóla

 

Menntamálaráðuneytið vekur athygli á því að ráðuneytið og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson hafa nýlega gert með sér samning um sýningarrétt á kvikmyndum hans í skólum landsins, ráðgjöf fyrir stjórnvöld á sviði kvikmyndamála og kynningu á íslenskri kvikmyndalist í skólum landsins. Tilefni samkomulagsins er ósk ráðuneytisins að gera skólum mögulegt að sýna kvikmyndir framleiðandans við kennslu í íslenskum bókmenntum og kvikmyndafræðum. Samningur þessi felur aðeins í sér rétt til opinberra sýninga innan skóla á tilgreindum kvikmyndum framleiðandans.
Með samningnum hefur framleiðandinn veitt menntamálaráðuneyti, fyrir hönd skóla landsins, óbundið sýningarleyfi fyrir ótakmörkuðum fjölda opinberra sýninga á eftirtöldum kvikmyndum til 15 ára: Börn náttúrunnar, Bíódagar, Djöflaeyjan, Rokk í Reykjavík, Skytturnar, Englar alheimsins, Fálkar, Kúrekar norðursins, Á köldum klaka, Eldsmiðurinn og Hringurinn.
Friðrik Þór Friðriksson verður sérstakur ráðgjafi íslenskra stjórnvalda í kvikmyndamálum og hann mun á fyrstu fimm árum gildistíma samningsins kynna íslenska kvikmyndalist og heimsækja tiltekinn fjölda grunn- og framhaldsskóla skv. nánara samkomulagi við yfirvöld fræðslumála.
Skólar eru hvattir til að nýta sér kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar, t.d. við kennslu í íslenskum bókmenntum og kvikmyndafræðum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta