Umhverfisráðherra heimsækir SORPU
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra heimsótti SORPU fyrir skömmu og kynnt sér starfsemi fyrirtækisins og átti fund með Birni H. Halldórssyni framkvæmdastjóra SORPU og Páli Hilmarssyni, stjórnarfomanni.
Þeir Björn og Páll kynntu verkefni Sorpu fyrir umhverfisráðherra og umhverfisstefnu fyrirtækisins og framtíðaráherslur. Einnig var farið í skoðunarferð í móttökustöðina í Gufunesi og á urðunarstað í Álfsnesi þar sem metanframleiðsla fer fram.
Þá var einnig rætt um verkefni sveitarfélaga í sorphirðumálum og þær skyldur sem sveitarfélög þurfa að uppfylla á þessu sviði.