Erindi frá síðasta morgunverðarfundi verkefnisstjórnar 50+
Þriðji og síðasti morgunverðarfundur í fundaröð verkefnisstjórnar 50+ var haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2007.
Erindi fluttu:
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, starfsmenntar Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins. Hann fjallaði um Evrópuverkefni sem Starfsafl tekur þátt í og miðar að því að styrkja stöðu eldra fólks á vinnumarkaði.
Erindi Sveins (PDF, 272KB)
Séra Bernharður Guðmundsson, fulltrúi Öldrunarráðs Íslands í norrænni nefnd – Ældre i arbejdslivet – fjallaði um breytilegar þarfir og aðstæður fólks á vinnumarkaði.
Erindi Bernharðs (PDF, 26KB)
Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM og nefndarmaður í verkefnisstjórn 50+, fjallaði um erlend verkefni sem unnin hafa verið með þennan aldurshóp í fyrirtækjum.
Erindi Halldóru (PPT, 85KB)