Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármunamyndun hins opinbera

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 15. nóvember 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjárfesting hins opinbera hefur verið í umræðunni í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 1. nóvember sl.

Frá árinu 1996 hefur fjármunamyndun hins opinbera vegið að meðaltali um 3,9% af vergri landsframleiðslu. Hlutur fjármunamyndunar hins opinbera af landsframleiðslu hafði farið minnkandi frá árinu 2001 og nam 3,1% árið 2005.

Árið 2006 var vöxtur fjármunamyndunar hins opinbera meiri en nam vexti hagkerfisins og nam hlutfallið 4% það ár. Á tímabilinu 1996-2006 var fjármunamyndun ríkissjóðs að meðaltali 1,9% af landsframleiðslu en 2,1% hjá sveitarfélögum.

Á síðustu árum hefur fjárfesting ríkissjóðs verið með allra minnsta móti en mörgum verkefnum var frestað á meðan mesti kúfurinn af stóriðjuframkvæmdunum gekk yfir.

Aukningin í fjárfestingu hins opinbera á milli áranna 2005 og 2006 má að verulegu leyti rekja til fjárfestinga sveitarfélaganna sem voru með allra mesta móti á síðasta ári. Það má rekja til þess að mikið af nýjum íbúðahverfum hafa verið að rísa og því fylgir veruleg fjármunamyndun af hálfu sveitarfélaganna.

Fjármunamyndun hins opinbera

Ár
Sveitarfélög
% af VLF
Ríkissjóður
% af VLF
Hið opinbera
% af VLF
1996
1,5
2,0
3,5
1997
1,9
1,5
3,4
1998
2,4
2,1
4,5
1999
2,2
2,5
4,7
2000
2,0
2,1
4,1
2001
2,5
2,0
4,5
2002
2,2
1,8
4,0
2003
1,5
2,1
3,7
2004
2,1
1,8
3,9
2005
1,8
1,3
3,1
2006
2,6
1,4
4,0
Meðaltal 1996-2006
2,1
1,9
3,9
Heimild: Hagstofa Íslands og fjármálaráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta