Fjármunamyndun hins opinbera
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 15. nóvember 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Fjárfesting hins opinbera hefur verið í umræðunni í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 1. nóvember sl.
Frá árinu 1996 hefur fjármunamyndun hins opinbera vegið að meðaltali um 3,9% af vergri landsframleiðslu. Hlutur fjármunamyndunar hins opinbera af landsframleiðslu hafði farið minnkandi frá árinu 2001 og nam 3,1% árið 2005.
Árið 2006 var vöxtur fjármunamyndunar hins opinbera meiri en nam vexti hagkerfisins og nam hlutfallið 4% það ár. Á tímabilinu 1996-2006 var fjármunamyndun ríkissjóðs að meðaltali 1,9% af landsframleiðslu en 2,1% hjá sveitarfélögum.
Á síðustu árum hefur fjárfesting ríkissjóðs verið með allra minnsta móti en mörgum verkefnum var frestað á meðan mesti kúfurinn af stóriðjuframkvæmdunum gekk yfir.
Aukningin í fjárfestingu hins opinbera á milli áranna 2005 og 2006 má að verulegu leyti rekja til fjárfestinga sveitarfélaganna sem voru með allra mesta móti á síðasta ári. Það má rekja til þess að mikið af nýjum íbúðahverfum hafa verið að rísa og því fylgir veruleg fjármunamyndun af hálfu sveitarfélaganna.
Fjármunamyndun hins opinbera
Ár
|
Sveitarfélög
% af VLF |
Ríkissjóður
% af VLF |
Hið opinbera
% af VLF |
---|---|---|---|
1996 |
1,5
|
2,0
|
3,5
|
1997 |
1,9
|
1,5
|
3,4
|
1998 |
2,4
|
2,1
|
4,5
|
1999 |
2,2
|
2,5
|
4,7
|
2000 |
2,0
|
2,1
|
4,1
|
2001 |
2,5
|
2,0
|
4,5
|
2002 |
2,2
|
1,8
|
4,0
|
2003 |
1,5
|
2,1
|
3,7
|
2004 |
2,1
|
1,8
|
3,9
|
2005 |
1,8
|
1,3
|
3,1
|
2006 |
2,6
|
1,4
|
4,0
|
Meðaltal 1996-2006 |
2,1
|
1,9
|
3,9
|
Heimild: Hagstofa Íslands og fjármálaráðuneytið |