Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Hólmarar hugsa áður en þeir henda

Við undirritun samnings Stykkishólmsbæjar og Íslenska gámafélagsins.
Í Vatnasafninu í Stykkishólmi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra var viðstödd undirritun samnings Stykkishólmsbæjar og Íslenska gámafélagsins um flokkun sorps og moltugerð í gær.

Stykkishólmur er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem hefur flokkun á sorpi og moltugerir lífrænan úrgang frá öllum heimilum bæjarfélagsins. Ráðgert er að hvert heimili hafi þrjár tunnur til ráðstöfunar. Til viðbótar við hefðbundna ruslatunnu fær hvert heimili græna tunnu fyrir endurvinnanlegan úrgang og brúna tunnu undir lífrænan úrgang. Markmið verkefnisins er að minnka umfang almenns sorps sem fer til urðunar að minnsta kosti um 60%.

Við þetta tilefni sagði umhverfisráðherra að almenningur gerði orðið þá kröfu til stjórnvalda að þau auðveldi þeim að velja leiðir sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og draga úr sóun verðmæta. Fjölskyldur og einstaklingar vildu að þeim verði gert auðveldara að neyta minna, velja umhverfisvænni vöru og þjónustu, draga úr úr sorpi, bæta flokkun þess og auka endurnýtingu. Þá sagði ráðherra að í Stykkishólmi hefði sveitarstjórnin svarað kalli tímans og fólksins og að það væri frábært fordæmi og mikið fagnaðarefni.

Frétt á heimasíðu Stykkishólms.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta