Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2007 Matvælaráðuneytið

Fimmti ráðherrafundur Evrópuríkja um vernd skóga í Evrópu

Dagana 5. - 7. nóvember var haldinn í Varsjá 5. ráðherrafundur Evrópuríkja um vernd skóga í Evrópu. Að þessu sinni var fundurinn í umsjá Póllands og Noregs. Fundinn sátu ráðherrar skógarmála og /eða fulltrúar þeirra frá öllum ríkjum álfunnar og auk fulltrúar fjölda hagsmunaaðila og annarra er láta sig málefni skóga varða. Þá tóku einnig þátt í fundinum fulltrúar landa utan Evrópu, þ.á.m. Bandaríkjanna, Japans, Kanada og Indlands.

Níels Árni Lund, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu sat fundinn fyrir hönd Einars Kristins Guðfinnssonar, ásamt Jóni Loftssyni, skógræktarstjóra og Þresti Eysteinssyni, fagmálastjóra Skógræktar ríkisins.

Hvert land, ásamt hagsmunaðilum fluttu stutt innlegg og voru um þau opnar umræður. Í lok fundarins skrifuðu allar þjóðirnar undir sameiginlegar yfirlýsingar sem lúta að vernd skóga.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málin nánar: http://www.mcpfe.org

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu og ályktanir fundarins í neðangreindum viðhengjum.

Varsjár-yfirlýsingin

Varsjárályktun 1

Varsjárályktun 2

 Framsaga Íslands

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta